Elvis – 75 years

Árið 2005 kom Friðrik fram ásamt fríðum flokki á Blúshátíð Ólafsfjarðar og flutti þekktustu lög Elvis Presley frá Las Vegas tímabilinu. Óhætt er að segja að tónleikarnir hafi slegið í gegn enda áttu þeir eftir að verða fleiri. Framkvæmdin var stór í sniðum því hljómsveitin var stór eða um 12 manns. Tónleikarnir voru endurteknir í tvígang í Sjallanum á Akureyri og síðast í Salnum í Kópavogi og alls staðar fyrir troðfullu húsi. Elvis Presley er sannur konungur rokksins en gestir tónleikana þekktu hvert einasta lag eins og lófann á sér. Ekki hafa verið ákveðnir fleiri tónleikar að svo stöddu en um leið og tækifæri gefst stígur þessi magnaði hópur á stokk.